-
Páskahátíðin var góð hjá okkur. Pabbi og Tómas komu og áttu með okkur Helgu, Ástu og Láru Huld ljúfa daga. Hér eru nokkrar myndir teknar síðustu daga. Fyrsta myndin er af Ástu Hlín með afa sínum, næsta er af Láru Huld, svo er það Tómas Bergsteinn og að lokum er mynd af pabba að hjóla í garðinum hjá okkur, en hann er þaulvanur hjólreiðum og starfaði m.a. sem sendill á yngri árum. Hugurinn hefur einnig verið hjá afa á Akureyri en hann dó um helgina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli