-
Jæja veðrið er búið að vera mjög gott undanfarna daga og yfir 20 stiga hiti dag eftir dag. Loksins kom sandur í sandkassann okkar og stúlkurnar hafa varið umtalsverðum tíma í honum síðasta sólarhring með skóflur og fötur.
Annars er allt gott að frétta, vinnan gengur vel hjá Helgu og skólinn hjá mér, stelpurnar eru mjög ánægðar í leikskólunum og allt gott að frétta af Snabba og Tomma, hafið það sem allra best.
-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli