miðvikudagur, mars 11, 2009

Rómarferð

-
Það er nokkuð notalegt hér í Kaupmannahöfn og ekki er það nú verra í Rómarborg. Við vorum þar á röltinu síðustu helgi að skoða hitt og þetta, borða pitsur og svoleiðis. Ýmislegt bar þar fyrir augu enda borgin nánast jafn gömul og mannkynssagan. Hér er mynd af þeim garði sem við sóttum oftast heim en það var garðurinn sem tilheyrði húsinu sem dvöldumst í.


Þessi notalegi garður er aflokaður frá ysi og þysi borgarlífsins. Hér er friðsælt og margt fallegt að sjá, s.s. fallega hellulögn, pottaplöntur, skrautrunna og ýmsar tegundir sígrænna trjáa, fiskitjörn og upplýst altari með Maríu mey

Gestgjafar okkar voru ekki af verri endanum. Það var María, kona á miðjum aldri, og Ivan sonur hennar. María þjónustaði okkur til borðs í morgunmatnum og bjó til fyrirtaks kaffi og kakó og við reyndum eftir fremsta megni að tala saman á ítölsku ,og táknmáli, um eitt og annað. Ivan talaði ensku og útskýrði fyrir okkur strætó og metrókerfið og benti okkur á góða veitingastaði. Virkilega góð dvöl og líklegt að maður bregði sér aftur til Rómar við tækifæri. Annars allt gott að frétta héðan frá Köben.
-

1 ummæli:

Helga sagði...

huggulegheitin... eigum við ekki bara að bóka ferð fljótlega aftur?