miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Vetrarlegt í nokkra daga

-
Það er búið að vera mjög vetrarlegt hérna síðustu dagana. Í fyrsta skiptið síðan við fluttum hingað hefur snjór þakið jörðina marga daga í röð. Það var mjög kærkomin breyting vegna þess að í þessari vetrardimmuborg munar mikið um birtuna af snjónum.

Þessi mynd var tekin snemma morguns nokkra metra frá húsinu okkar og sýnir ágætlega ástandið sem búið er að vera hér í hverfinu. Þegar þetta er skrifað er allur snjórinn horfinn og borgin aftur orðin dálítið dimm. Annars allt rosa gott að frétta af okkur.

-

Engin ummæli: