sunnudagur, febrúar 01, 2009

Komin heim til Köben

-
Við Helga og Ásta flugum heim til Kaupmannahafnar í kvöld. Tómas og pabbi fylgdu okkur út á flugvöll og kvöddu okkur um eitt leitið. Eftir það óku þeir á umferðarmiðstöðina en þar tók Tómas rútuna norður til Hvammstanga í samfylgd vinar síns, Óðins Ívars. Það hefur vafalaust verið gaman hjá þeim félögum á leiðinni og ekki skemmt fyrir að Tómas var með nintendo tölvu með sér sem hann eignaðist í gær.

Ásta Hlín var ótrúlega stillt á leiðinni yfir Atlantshafið

Það er alltaf gott að koma heim en þó ekki laust við að maður sakni dulítið margra ættingja sem við vorum svo lánsöm að hitta í þessari ferð. Lára Huld varð eftir á Hvammstanga og kemur til okkar eftir viku og af Snæbirni er það að frétta að hann er búinn að vera veikur heima hjá sér í Skotlandi síðustu vikuna en er óðum að ná sér og var aðeins með sex kommur í kvöld, þannig að það er enginn skóli hjá honum á morgun.
-

Engin ummæli: