laugardagur, ágúst 02, 2008

Komin aftur til Danmerkur

-
Það er nú nokkuð síðan við komum heim frá Íslandi og dagarnir hér úti hafa verið ljúfir síðustu vikurnar og ansi heitir. Þar sem ég nenni nú varla að skrifa neitt þá ákvað ég bara að skutla hér inn einni mynd af frænkunum Amöndu Eir og Ástu Hlín, en þær voru duglegar að leika sér saman þegar þær hittust síðast.

Amanda Eir og Ásta Hlín í garðinum hjá Habbí og Manna
-
Við áttum góða daga á Íslandi á Stóru Borg og náðum að hitta marga ættingja á Akureyri áður en við flugum þaðan til Danmerkur, en ekki alla sem ég hefði gjarnan viljað heilsa upp á.

-

Engin ummæli: