-
Þegar maður býr í Kaupmannahöfn er nauðsynlegt að eiga hjól. Því voru þessir glæsilegu reiðfákar og hjálmar keyptir nú nýverið handa bræðrunum. Þeir hafa verið duglegir að æfa sig og nú getum við öll hjólað saman vítt og breytt um borgina.
-
-
Um daginn hjóluðum við eftir götunum í hverfinu okkar. Við urðum auðvitað að vanda okkur við að fara eftir umferðarreglunum og fara varlega, enda eru strákarnir ekki vanir að keyra eftir götunum hér í borg. Við komum við í kirkjugarðinum sem Arnar Heimir vinnur í og hann splæsti kók á mannskapinn, sýndi okkur garðinn og leyfði Tómasi og Snæbirni að prófa að keyra rafmagnsbíla eftir göngustígunum.
-
-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli