þriðjudagur, júlí 15, 2008

Tómas orðinn 10 ára

-
Jæja þá er Tómas minn orðinn 10 ára. Hann hélt glæsilega afmælisveislu á Hvammstanga nú fyrir stuttu og þar var margt um manninn, m.a. öll systkini hans, þau Snæbjörn, Lára, Ásta og Breki.

Tómas Bergsteinn á túngarði við Stóru-Borg

Annars er það að frétta að við erum búin að hafa það rosa gott í sveitinni og á Hvammstanga en núna á föstudaginn förum við til Akureyrar og svo verður flogið út til Köben á sunnudeginum.
-

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Enn og aftur, til hamingju með daginn frændi! :)

knúsar
Berglind