-
Það er allt gott að frétta af okkur. Við Helga og Ásta Hlín höldum þessa dagana til á Stóru-Borg og höfum það notalegt, enda er þar grill, heitur pottur og ýmislegt fleira sem er nauðsynlegt að hafa við hendina hér á Íslandi. Planið hjá okkur er þannig að næstu helgi er skírnarveisla í Reykjavík og afmæli Tómasar hér á Hvammstanga, helgina á eftir er okkur boðið í brúðkaup en helgina þar á eftir, þ.e. 18. júlí ætlum við til Akureyrar að hitta ættingja og fljúga svo þaðan heim til Köben, ágætis plan held ég.
-
Læt hér fylgja með eina mynd til gamans. Ég tók hana laust fyrir miðnæti í gær, en verið er að undirbúa auglýsingar fyrir listahátíðina Eldur í Húnaþingi sem verður seinnipartin í þessum mánuði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli