-
Ég hitti Tómas í dag þar sem hann var að smíða hús með góðum vinum. Húsið stendur nærri Hvammstangabrautinni og er því á mjög góðum stað. Á þessu svæði eru tvö önnur hús í smíðum en þessi byggingarvinna tilheyrir leikjanámskeiði sem núna er í gangi.
-
Þau voru ótrúlega áhugasöm um smíðina krakkarnir á svæðinu og mikið fjör í gangi. Það verður gaman að fylgjast með þessum framkvæmdum. Annars er það að frétta að nýverið bauð Habbí systir og Manni okkur Örvari og Þóru í glæsilega veislu á Akureyri. Það var mjög góð kvöldstund og mikið af góðum veigum. Ég stoppaði helst til of stutt í bænum og náði því ekki að hitta marga. Hitt er annað mál að Helga og Ásta Hlín lenda í Keflavík annað kvöld svo það styttist í að við komum með öll börnin norður, og þá verður nú nóg að gera hjá fólki að taka á móti okkur:) Snæbjörn Helgi kemur 29. júní til landsins og Lára Huld stuttu síðar.
-
1 ummæli:
Sæll vid erum i Oslo, sem er mjog falleg borg, hofum farid i siglingu, a sofn og i gonguferdir. Mjog gaman og vonum ad didi hafid dad gott.
kv ahj og co
Skrifa ummæli