þriðjudagur, júní 17, 2008

Þjóðhátíð

-
Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur við Félagsheimilið á Hvammstanga. Ekki var nú mjög mikið af fólki enda veður válynd og úti norðanrok. Sjálfur lagði ég ekki út í rokið og tók því bara þessa mynd út um gluggann.

Félagsheimilið á Hvammstanga í dag

Þetta var svona dæmigerður þjóðhátíðardagur og maður hugsar til þess hve gæfulegt það var að Jón Sigurðsson skyldi ekki fæðast í janúar.
-

1 ummæli:

Rósa sagði...

Ég og minn kall komum á Hvammstanga á þjóðhátíðardaginn. Ég svipaðist um eftir þér en sá þig hvergi. Reyndar fannst mér fáir á ferli og fann flest alla upp við reiðvöll þar sem hestamót var í gangi. Þvílíkur skítakuldi!
Sjáumst vonandi næst!