-
Kæru ættingjar og vinir, mig langaði bara að óska ykkur gleðilegs sumars. Hér í borg er sumarið vissulega komið og mannlífið hefur tekið miklum hamskiptum undanfarna daga, til batnaðar, þ.e. fleira fólk á ferli úti við.
-
-
Pétur mágur kom í heimsókn áðan og hjálpaði Láru Huld að ná tökunum á hjólinu sínu. Það gekk bara nokkuð vel og eftir örfáa árekstra við kantsteina og önnur kyrrstæð hjól var hún bara orðin nokkuð lunkin. Hér var um 16 stiga hiti í dag og grilllykt í lofti, en skrítnu nágrannar okkar frá landi sem við vitum ekki hvað heitir, hafa verið að gera grilltilraunir í garðinum síðustu daga með nokkuð skrautlegum hætti, en það er önnur saga.
-
3 ummæli:
otrulega sæt thessi stelpa!
GLEÐILEGT SUMAR!!!!
ég var að reyna að hringja í ykkur en þið eruð örugglega úti að sleikja sólina. En bró sláðu á mig í vinnunna 514-7000. Mér datt í hug smá aðstoð fyrir þitt verkefni! ;)
kv
Berglind
Hey og já, ég vil endilega heyra grillsögurnar af nágrönnunum ykkar! :) Er þau kanski frá Fjarskanistan??? ;)
Skrifa ummæli