föstudagur, maí 02, 2008

Til hamingju með daginn mútta

-
Í dag á móðir mín Helga Kristrún Þórðardóttir stórafmæli og heldur daginn hátíðlegan á svölunum hjá sér á Spáni. Ég og fjölskylda mín sendum henni bestu óskir um ljúfa daga við Miðjarðarhafið og kveðjur héðan frá Kaupmannahöfn.
-
Hér er ein gömul mynd af undirrituðum á milli tveggja kvenskörunga, múttu og Hrafnhildar systur

Ég ákvað að smella hérna einni mynd með sem tekin var fyrir nokkru í Reykjavík. Héðan er annars allt gott að frétta, það er heitt hjá okkur hér í Danmörku og rétt áðan gerði úrhelli og mikinn þrumugný.
-

Engin ummæli: