-
Hér eru tvær tengibyggingar í Hróarskeldu frá misjöfnum tíma. Sú fyrri tengir saman höllina og dómkirkjuna. Ekki veit ég hvenær hún var smíðuð en hún hefur vafalaust komið sér vel ef ófrið bar að höndum og mannskapurinn úr höllinni hefur þurft að flýja á náðir Dómkirkjunnar.
-
-
Hér er önnur tengibygging í bænum. Þessi er í hliðargötu út frá aðalverslunargötunni en ekki veit ég heldur ástæðuna fyrir byggingu hennar. Kannski á sami eigandinn byggingar hvoru megin við götuna og nennir ekki að labba upp og niður stiga og horfa til hægri og vinstri áður en hann skokkar yfir götuna. Það er gaman að stúdera svona tengibyggingar sérstaklega ef maður hugsar til veðurfarsins sem búið er að geysa á Íslandi í vetur. Það væru ábyggilega margir sem þæðu svona tengingu milli litlu og stóru kassanna sem eru dreifðir út um víðan völl á Íslandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli