sunnudagur, febrúar 10, 2008

Víkingaskip

-
Hér er mynd af nokkrum eftirgerðum víkingaskipa fyrir utan víkingaskipasafnið í Hróarskeldu. Lengst til vinstri er knörr eða hafknörr (vöruflutningaskip sem sigldi m.a. um Atlantshafið). Skipið var 16.5 metra langt og gat náð rúmlega 23 km hraða á klukkustund. Næst er lítið langskip frá því um 1040, svo er það einhver danskur dallur frá síðustu eða þarsíðustu öld. Næst er það fiski- og vöruflutningaskip frá því um 1030 og svo lengst til hægri er lítill bændabátur frá því um 1130.
-
Víkingaskipin fyrir utan safnið
-
Helga Vilhjálmsdóttir fyrir utan víkingaskipasafnið

Þessi stúlka hér er engin eftirsmíði heldur upprunaleg. Hún er ættuð úr Borgarfirði og Húnaþingi vestra. Dóttir Önnu Jónasdóttur og Vilhjálms Péturssonar.
-

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll, geri nú ráð fyrir því að Helga sé nokkuð upprunaleg þar sem hún er hvorki með strýpur, hárlengingu, gervineglur, og silikonbrjóst. Þar varstu heppinn Addi. Þennan bæ þurfum við að fara að skoða, en höfum varla farið út sökum veikinda heimafyrir. Gott að þið njótið Danmerkur. KV Bella Center.