mánudagur, febrúar 11, 2008

Öskudagur á Hvammstanga

-
Hér er ein mynd tekin á öskudaginn í Íþróttahúsinu á Hvammstanga. Ef glöggt er skoðað sést yngri sonur minn á myndinni. Hér eru smá vísbendingar. Það sést ekki mikið framan í Tómas en kappinn er með rauða skikkju og ansi beinaber í svörtum klæðum.
-
Nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra á öskudaginn
-
Hann er reyndar næstum því í hvarfi bak við annan pilt, Baldvin frænda sinn, sem er í svipaðri múnderingu og auk þess með óhugnarlega grímu á andliti. Við hlið Tómasar er einn besti vinur hans, Óðinn Hallgrímsson.
-

Engin ummæli: