-
Hér er smá texti sem ég las á heimasíðu Ástu Hlínar og gat ekki annað en fengið hann lánaðan. Helga skrifar hér um yngri dótturina: ,,Það er allt gott að frétta héðan, stúlkan er alltaf jafn hress og kát. Hún kemur heim eftir leikskólann og sprellar bara og hlær þangað til hún fer að sofa. Hún er reyndar orðinn svolítill grallari, hellti niður úr tveimur pokum fullum af fræjum, henti snuddunum sínum í ruslið, týndi bótum til að setja á hjól, setur dót inn í þvottavélina, notaðar bleyjur í rúmið sitt... svo eitthvað sé nefnt.
-
-
Hún hefur unun af því að hlusta á tónlist og dansar og syngur með. Hún er mikil kelirófa og finnst gott að láta knúsa sig og kyssa. Á kvöldin finnst henni gott að hátta sig og leggjast upp í sófa undir teppi... byrjar fullsnemma á þessu þykir mér. Eins og sést á þessum skrifum finnst mér barnið mitt alveg dásamlegt, svakalega skemmtileg og kát stelpa sem er frábært að vera með. Þannig að ef ykkur leiðist þá megið þið endilega koma í heimsókn því hún er algjör gleðigjafi" Helga Vilhjálmsdóttir.
-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli