-
Snæbjörn Helgi, stóri strákurinn minn, býr nú um þessar mundir í Skotlandi. Hann flutti þangað út til að nema við grunnskólann í Edinborg, Sciennes Primary school. Honum sækist námið vel og er nú orðinn mjög fær í að beita enskri tungu og hefur kynnst fjöldamörgum jafnöldrum sínum í þessari gömlu kastalaborg, en Edinborgarkastali er þekktasti kastali Skotlands og sögusvið margra ævintýra, sem ekki verður farið nánar út í hér.
-
Snæbjörn Helgi Arnarsson á skólalóðinni
Vinir og skólasystkini í skólabúningum við grunnskólann
Það er mikið að gera hjá Snabbí (eins og hann er kallaður af Skotum) en fyrir utan skólaskylduna þá er hann að nema leiklist, dans, og gítarleik. Hann kemur reglulega til okkar hingað til Danmerkur og von er á honum og Tómasi næst eftir rúman mánuð, og við Helga, Lára Huld og Ásta Hlín, hlökkum mjög mikið til.
-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli