laugardagur, janúar 12, 2008

Í Hringturninum

-
Í gær fórum við Helga, Snæbjörn og Tómas upp í Hringturninn í Kaupmannahöfn. Turninn er mjög nálægt Strikinu, í gamla latínuhverfinu, og ofan af honum sést yfir miðbæinn. Kristján kongur, nr.4, hóf byggingu þessa 36 metra turns árið 1637 og smíðinni lauk um fimm árum síðar. Þetta er stjörnuskoðunarturn sem er áfastur allstóru kirkjuskipi. Upp á þak liggur rúmlega 200 metra spíralstigi þar sem veggir eru hvítkalkaðir og innskot hér og þar, hentug fyrir fjöruga stráka til að fela sig í. Sagt er að eitt sinn hafi Pétur mikli riðið á hesti sínum upp spíralstigann með Katarínu keisaraynju skröltandi í hestakerru á eftir, en það er önnur saga. Útsýnið er frábært ofan af þakinu, á myndinni til vinstri er Snæbjörn að tékka á húsunum en á þeirri hægri sést yfir að Ráðhústurninum, og húsinu okkar sem er á bakvið, inni í þokunni.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

enn gaman hjá ykkur við erum hér ég örvar og kalli örvar er að kenna mér að blogga hann kann þetta utanbókar kveðjur við

Nafnlaus sagði...

Bara til að leiðrétta smá miskilning sem virðist ríkja meðal fáfróðra íslendinga þá er ekki þarna um að ræða hringlaga turn, heldur það sem kallast sívalaturn.
Ef þarna væri um að ræða hringlaga turn væri ekki hægt að ganga upp turninn nema um væri að ræða tröppur, hringlaga turn segir því ekki neitt og lýsir ákveðni fávisku þess sem heimsækir turninn.

v.h Gottfred Tormodsson
Málvísinda fræðingur í Lundi.