Öll börnin eru hjá okkur þessa dagana og því er nóg að gera. Hér er dagskráin fyrir áhugasama.: Dagurinn byrjar klukkan átta þegar ég vek stúlkurnar. Þegar stúlkurnar eru tilbúnar fer ég með Ástu Hlín í leikskólann en Helga með Láru Huld, strákarnir horfa á eitthvað gott í sjónvarpinu á meðan eða bralla eitthvað annað. Svo lærum við Snæbjörn og Tómas fram að hádegi, með aðstoð Helgu. Eftir matinn er svo gjarnan farið í bæjarferðir og dótabúðir heimsóttar. Stelpurnar sóttar klukkan fjögur. Þá er fjölskyldutími, opin dagskrá milli fjögur og sjö, þá er kvöldmatur, börnin skiptast á að elda og ákveða hvað er í matinn. Stelpurnar fara svo í háttinn klukkan átta en strákarnir svona um og eftir tíu. Þá er rólegt í kotinu fram að miðnætti, eða svo. Góðir dagar sem líða hratt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli