Nú stendur jólaundirbúningurinn víða yfir í heimsbyggðinni. Þar erum við engin undantekning því um helgina unnum við að undirbúningi hátíðarinnar hér í Hekluhúsunum á Íslandsbryggju. Á laugardeginum sóttum við Tóta og Kristínu heim og steiktum með þeim laufabrauð og svo komu þau til okkar í gær og hjálpuðu okkur að baka piparkökur. Börnin stóðu sig mjög vel í útskurðinum og voru stillt og prúð. Hér eru nokkrar myndir;
Engin ummæli:
Skrifa ummæli