Það er svo sem ekki mjög mikið komið upp af jólaskrauti hér í hverfinu, en þetta er nú allt að koma. Á fyrstu myndinni er kirkjan okkar sem var byggð 1924. Ef grannt er skoðað sést jólatré fyrir framan aðalinnganginn. Næsta mynd er tekin út um gluggann hjá okkur út á Axel Heides Götu. Þar er nú almennilegt jólaskraut á ferð, ísbjörn í fullri stærð og glóandi þar að auki. Á síðustu myndinni sem tekin er rétt hjá blokkinni okkar má sjá jólasvein standa út á svölum, kannski að fá sér sígó? Þeir eru fleiri en einn eins og þessi hér í hverfinu og t.d. hangir einn út um glugga á Njálsgötunni, mjög gott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli