fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Viktarhúsið á Hvammstanga

Þegar við Hallgrímur keyrðum inn afleggjarann til Hvammstanga, klukkan hálffjögur, baðaði sólin gulrauðum geislum um tún og stíga. Veðrið var eins og best verður á kosið og allstaðar fallegt um að litast eins og á góðum haustdegi. En skjótt skipast veður í lofti og daginn eftir var ástandið allt annað. Þegar ég keyrði niður á höfn og tók mynd af Viktarhúsinu var veðrið með þessum hætti.

Viktarhúsið sem við Þorvaldur Björnsson keyptum árið 2005, að mig minnir. Núna er húsið í eigu fjárfestingafélagsins Hvammstangi investment group en Selasterið hefur umsjón með daglegri notkun hússins.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var það ekki KB banki sem sá um að vera bakhjarl ykkar Þorra/Hvammstangi invest í þessum kaupum, Fengu þið ekki 22.000 kr yfirdráttarlán til langs tíma hjá þeim?
Þetta er pottþétt ein besta fjárfesting sem hægt er að gera í dag á landsbyggðinni.
kv Robert Westmann.