fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Árshátíð hjá Grunnskóla Húnaþings vestra

Árshátíð í skólanum hans Tómasar var haldin föstudaginn var. Krakkar úr 1. til 10. bekk settu upp ýmsa sjónleiki í Félagsheimilinu á Hvammstanga og þar var að sjálfsögðu margt um manninn. Tómas lék Gísla, einn af Bakkabræðrum, og stóð sig mjög vel, gaman að sjá hann stíga á stokk. Eftir árshátíðina var boðið upp á veitingar, kökur og kaffi í grunnskólanum. Að þeim loknum voru yngstu börnin orðin dálítið þreytt enda að nálgast miðnætti. Við Tómas keyrðum í sveitina til Villa og Önnu og gistum þar um nóttina í góðu yfirlæti.


Krakkar úr 1. til 4. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra (Mynd, Grunnskóli Húnaþings vestra).


Engin ummæli: