Jæja þá er maður kominn aftur heim til Kaupmannahafnar eftir góða ferð til Íslands. Mamma og Kalli komu í heimsókn til okkar s.l. fimmtudag og gistu fjórar nætur. Það var gaman að fá þau í svona langa heimsókn og ekki skemmdi það nú gleðina að þau keyptu kjóla og pils handa dætrum okkar og ýmislegt fleira. Ásta Hlín var mjög glöð að sjá ömmu sína og afa og tók þeim mjög vel. Mamma og Kalli fóru svo á mánudaginn var til Skotlands að hitta hinn soninn en hann er að útskrifast með glæsibrag með masterspróf í rassvasanum og stefnir nú ótrauður að doktorsnáminu, við erum mjög stolt af honum. Hér er mynd af Ástu Hlín með fyrsta GSM-símann sinn sem amma hennar og afi frá Akurreyðarfirði gáfu henni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli