fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Á röltinu

Við Helga ákváðum að taka okkur smá hlé frá lærdómi og kíkja niður í bæ til að sjá mannlífið. Veðrið var gott og stillt en auðvitað orðið dálítið svalt, enda styttist í jólahátíðina. Á þeirri ferð tókum við myndir, eins og okkar er von og vísa, og hér eru nokkrar þeirra.

Hér eru þær mæðgur í andyrinu á blokkinni okkar tilbúnar í gönguna.

-
-
-
-
-
Við gengum í fyrstu um Íslandsbryggjuhverfið en ákváðum síðan að skella okkur í Metró og fórum úr lestinni hér, undir Kóngsins nýja torgi.
-
-
-
-
Hér er bloggarinn sjálfur, staddur einhverstaðar rétt hjá Strikinu.

-
-
- -
-
-
-
Amagertorg, fyrir miðju Striki, hér seldu bændur frá Amagereyju ýmislegt í gamla daga, en sjálf fengum við okkur jólaglögg, kaffi, eplasafa og muffins á Nazazar kaffihúsinu.

-
Ásta Hlín hafði gaman af þessari útivist og var hin hressasta.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Addi minn, það er gott að að vita að þið gefið ykkur smá tíma frá bókunum og kíkið á mannlífið og búðirnar í miðbænum að ógleymdum fallegu jólaljósunum ! Mætti ykkur einmitt á leið minni heim úr vinnu og gat glögglega séð hvað þið voruð rjóð og sæt eftri gönguna miklu. Haldiði svo áfram með hinn holla lífstíl, ég sá að það geislaði meira en venjulega af ykkur... kær kveðja Auður í Örestad. (þar sem að aðallinn býr.)

Nafnlaus sagði...

Hæ Addi

Er nóg að setja þetta heimilisfang á pakka til ykkar?

Bestu kveðjur frá Edinborg
Þóra og Örvar

Arnar Olafsson sagði...

jábs:)