Hér er myndband af nýju húsi sem ég hannaði á Hvanneyri. Félagi minn hann Siggi Frigg sá um að teikna gömlu húsin í skólahverfinu og var mér innan handar þegar kom að tæknilegum úrlausnum, enda er maðurinn sérfræðingur í CAD. Siggi sá einnig um að setja lýsingu í húsin það sést ekki í þessu myndbandi. Í Hönnun hússins hafði ég í huga gömlu byggingarnar í skólahverfinu en fyrirmynd hússins eru gömlu íslensku burstabæirnir með burstirnar, sparihliðarnar fram á hlaðið. Nýju byggingunni er ætlað að taka við af gamla búvelasafninu eða ullarselinu. Textinn er á ensku vegna þess að við unnum það við Kaupmannahafnarháskólann, en í deildinni minni er opinbert tungumál enska.
3 ummæli:
Þetta er virkilega smekklegt.
þú ert algjör snillingur...
en samt algjört fíbbl
Skrifa ummæli