mánudagur, október 29, 2007

Tónleikar með Muse

Það er búið að vera nóg að gera hér í Köben en síðustu dagar hafa að mestu farið í að klára ýmis lokaverkefni í áföngum hér í skólanum. En hér er tvö fréttabrot...

Fór á tónleika með Muse með Helgu, Kristínu nágranna og Sigga Frigg. Tónleikarnir voru frábærir eins og við var að búast, mæli með tónleikum með Muse og öllum plötunum þeirra.


-

Fór upp á þak með Kristian Skaarup og Sigga Frigg. Tókum myndir af Nørrebroparken en létum okkur svo hverfa áður en við vorum handteknir enda í algjöru óleyfi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já frábært og hver passaði börnin ?

Nafnlaus sagði...

já hvernig komust þið á tónleikana? Eru þið með fasta barnapíu?

Nafnlaus sagði...

Hver var svona elskulegur að passa á virku kvöldi og eiða mörgum klukkutímum í sófasettinu úr Bilka lágvöruverslun og hamast við að reyna að horfa á litla flatskjáinn með inniloftnetinu ??

Nafnlaus sagði...

Já þetta er virkilega jákvætt að geta komist svona út á virku kvöldi. Ég er sjálfur í vandræðum með pössun þegar ég og konan erum bæði að vinna á Laundromat á virku kvöldi eða að fara út á lífið sem nú er ekki oft því hún er ólétt.
Kíktu við tækifæri á Elmgade 12.
Kveðja Frikki Weisshappel

Nafnlaus sagði...

Já við könnumst við vandamálið því við komust ekki á foreldrafund um daginn hjá börnunum okkar. Eigum nefnilega tvo börn í sama skóla og fundirnir þar eru haldnir á sama tíma, Svo bóndinn hjólaði á fundinn og eyddi allri sinni orku í að deila sér í tvennt til að geta fylgst með á báðum stöðum, skilur ? Kveðja Maja og Hemmi.

sigurdur sagði...

Sá að Frikki Weisshappel var að commentera. Frikki ég sá þig um daginn, djöfull hefur þú fitnað.

Nafnlaus sagði...

Takk Siggi enn þú veist ekki hvernig það er að eiga tvo veitingastaði og vera með ólétta konu. Það er ekki alltaf dans á rósum Siggi minn. Þegar áhyggjurnar koma er oft flúið í einn Laundromat borgara með Raukáli.
Kv Frikki Weiss