sunnudagur, september 23, 2007

Æskuheimilið

-
Í skólanum mínum eru mörg spennandi verkefni í gangi. Eitt af þeim verkefnum er að teikna, rissa mynd af æskuheimili mínu. Í tengslum við það verkefni fann ég þessa mynd sem ég skannaði fyrir mörgum árum. Á myndinni sést Oddeyrargata 6A á Akureyri þar sem ég bjó með annan og hálfan fótinn frá 1974 til 1980 sirka bát.
-
Fyrir framan húsið getur að líta glæsikerru fjölskyldunnar og uppi í stiganum fyrir framan útidyrnar erum við Habbí búin að stilla okkur upp fyrir myndatökuna. Þar sem ég treysti nú ekki mjög á minningar mínar frá þessum tíma eru allar ábendingar vel þegnar.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég man eftir því að rétt eftir að manna þín smellti af myndinni þá hrinti habby systir þér niður tröppurnar og þú fékst gat á hausinn og rispaðir bjölluna hennar mömmu þinnar. Þú náðir svo að hefna þín seinna á Habby enn meira um það síðar.
Kveðja Siggi nágranni

Nafnlaus sagði...

Já ef ég man rétt eftir þá var það í júní 1978 frekar enn 79 sem þú og habby kveiktuð í trénu á myndinni. Þetta var fallegt reyniviðartré sem langamma þín gróðursetti. Þið eyðilögðuð girðinguna umhverfis húsið og hlóðuð bálköst í kringum tréið, Stáluð bensíni af bjöllunni og kveiktuð í.Þið voruð alltaf frekar fjörug systkyni.
Kveðja gógó nr 69

Helga sagði...

Þið hafið nú verið meiri prakkararnir..

Arnar Olafsson sagði...

Ég verð að viðurkenna það að umræðan hér kom mér nokkuð á óvart. Ekki man ég svo vel eftir nágrönnum mínum fyrverandi, þeim Sigga og Gógó eða þeirra mergjuðu sögum um ofbeldi og íkveikjur á Oddeirargötu 6A. En ég þakka þeim fyrir þátttökuna í umræðunni.

Nafnlaus sagði...

Ég spyrn nú bara komast allir hálvitar netsins inn á þetta?
Því hvorki áttum við nágranna sem hétu SIggi né Gógó ja ef svo hefði verið væri þeir þá löngu dauðir því við vorum örugglega einu einstaklingarnir undir 60 ára sem bjuggum í þessu hverfi

Nafnlaus sagði...

´Bjöllurnar sem mamma átti voru margar, ein hét Adam því hún var svo gömul að það var ekkert gólf aftur í enda tyndum við mikið af húfum og vettlingum það árið. Í einni bjöllunni festist þvottavel í húddinu í einhverjum flutningunum og var þar það sem eftir var lífdaga bílsins. Annars hefði ég gaman af því að fá eintak af þessari mynd. kv. habby

Nafnlaus sagði...

Það vantar ekki að þad er alltaf sami kjafturinn á þer hassy. berð ekki virðingu fyrir eldri nágrönnum.
kv gogo

Arnar Olafsson sagði...

Ég skal láta þig fá eintak af þessari umdeildu mynd, og reyndar á ég fleiri myndir sem ég hef skannað frá þessum tíma (en í mjög misjöfnum gæðum,) aldrei að vita nema maður laumi inn fleiri myndum fyrst að umræðan er orðin svona mögnuð. Mjög fyndið að lesa sögurnar af bílunum, sérstaklega þessa með þvottavélina í húddinu, algjör brandari. Bestu kveðjur norður. Spurning hvort Gogo sé einhver elliær fyrrum nágranni, eða ósvífinn netdólgur?