Að sjálfsögðu fórum við í Tívolíið rétt áður en því var skellt í lás. Það var komið myrkur svo að rómantíkin og ljósadýrðin var ótrúlega mikil (en kemur ekki vel fram á þessum myndum). Stúlkurnar skemmtu sér hið besta og Ásta Hlín hló og hló í leiktækjunum enda orðin þyrst í einhverja spenna eftir langa inniveru. Við reyndum að ná myndum af ofsakæti hennar Ástu Hlínar en því miður voru birtuskilyrði óheppileg, eða þannig. Læt þessar tvær fylgja, þær voru þær einu sem voru næstum því í skerpu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli