Við skelltum okkur nýverið í Kóngsins garð til að njóta sólarinnar og blíðunnar. Við fórum með Tóta, Kristínu og fjölskyldu og áttum þar hressandi stund. Börnin skoðuðu gróðurinn og hermennina sem gættu Rósenborgarhallar en síðan var haldið yfir í næsta garð við hliðina, grasagarðinn. Þar sáum við rottu, að ég held, stóran snák liggjandi í grasinu, skjaldbökur og slatta af gróðri. Góður dagur og hér eru nokkrar myndir...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli