föstudagur, júlí 06, 2007

Börnin í Köben

Við tókum myndavélina með er við lögðum upp í eina af fjölmörgum ferðum okkar um borgina. Í þetta skiptið var ferðinni heitið að gamla kastalanum, virkinu, þar sem skammt frá húkir hafmeyja ein á grjóti. Veðrið var frábært og börnin í stuði að vanda. Þau eru að komast í æfingu í að rölta eftir steinlögðum götum og stökkva inn og út úr strætó, lestum og metró. Tómas var mjög ánægður að okkur tókst að fá far með tveggja hæða strætó frá Aðaljárnbrautastöðinni að virkinu. Í kastalanum sáum við margt spennandi, svo sem fallbyssur, tvo hermenn með vélbyssur og allskonar fugla. Við heilsuðum upp á hafmeyjuna og nokkur skrautleg naut sem urðu á vegi okkar, en þeim eru búið er að planta niður út um allan bæ, sem hluti af einhverskonar faralds listasýningu.













Engin ummæli: