föstudagur, júní 29, 2007

Nokkrir molar

Hér er búið að vera mikið fjör síðustu vikurnar, fullt af börnum og nóg að gera. Við erum búin að skoða miðbæinn hér í Kaupmannahöfn nokkuð vel en blessuð börnin eru ekki mjög hrifin af löngum göngutúrum þannig að við höfum lagt meira upp úr rólegheitum heima frekar en langferðum. Við skelltum okkur í sund fyrir stuttu þar sem Helga, Snæbjörn og Tómas stukku fram af háum pöllum og trampólínum til að láta sig gossa í djúpa dýfingarlaug. Mér fannst fínt að passa stúlkurnar á meðan og fylgjast bara með aðförunum úr hæfilegri fjarlægð. Það var fyndið að heyra gólin í Snæbirni er hann lét sig hrapa niður og sjá Tómas með hendurnar í bænarstöðu, þyljanadi faðirvorið að ég held, rétt áður en þeir, til skiptis, skullu niður í vatnið. Annars er allt gott að frétta og hér læt ég fylgja með skeytinu nokkrar myndir.


Ásta Hlín með fyrstu kúluna!




.


En hún lætur nú ekki nokkur óhöpp og skelli skemma fyrir sér daginn.

.

.


Sunneva og Gummi í heimsókn á Axel Heides götu.





Tómas á svölunum hjá Adda og Auði, hann verður sífellt síðhærðari.





Heima hjá Adda og Auði, hér á enn eftir að taka upp úr nokkrum kössum.





Katrín, Gauti, Ívar, Tómas og helmingurinn af Láru Huld.





Bestu vinkonurnar!







Engin ummæli: