Héðan er allt gott að frétta. Snæbjörn og Tómas eru búnir að vera duglegir að líma og mála Warhammer-kalla milli þess sem við förum út og könnum borgina. Þeir voru svo lukkulegir að finna búð nærri Strikinu sem selur allskyns stríðsgarpa, bækur og fylgihluti. Lára Huld og Sunneva bralla líka ýmislegt saman og eru heppnar að hafa hér félagskap af hvor annarri. Ásta Hlín tekur miklum og hröðum framförum hér og er nú sífellt á könnunarleiðangrum um íbúðina. Stundum líkist hún litlum hvolp þar sem hún skröltir á fjórum fótum um íbúðina, gjarnan með sokk eða eitthvað því um líkt í munninum. Þeir leiðangrar enda oft inni í sturtuklefanum, þar sem hún á von á því að finna gúmmídýr eða tvö.
.
.
.
.
.
.
.
.
Sunneva og Lára Huld á góðri stund.
.
.
.
. Verið að skrúfa saman eldhúsborðið.
.
.
.
. Snæbjörn, Helga og Ásta Hlín
.
.
.
Snæbjörn módelmeistari einbeittur.
.
.
.
Við fórum á vaxmyndasafn í gær, Láru Huld fannst það frekar skelfilegt og strákunum leist heldur ekkert á blikuna þegar við gengum um draugalegan kjallarann, þar sem allskyns vaxmyndir af skottum og uppvakningum leyndust í dimmum skúmaskotum.
3 ummæli:
Mæli með vaxmyndasafninu, flott hús, flottur staður og sæmilegar vaxmyndir! Jörundur H.
svakalega eruð þið sæt feðgin
Hæ hæ alltaf gaman að sjá myndir, biðjum svo vel að heilsa kv.Ína, Reimar og Breki
Skrifa ummæli