Jæja þá er Snæbjörn minn orðinn 11 ára og í tilefni þess hélt hann svakalega afmælisveislu á Hvanneyri í dag. Hann bauð bekknum sínum í afmælið ásamt nánustu fjölskyldumeðlimum. Veðrið var frábært svo allir fóru út í leiki þegar búið var að torga afmæliskökunni og pizzunum. Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar af Snæbirni og Tómasi rétt fyrir veisluna svo og svipmyndir úr afmælinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli