fimmtudagur, mars 22, 2007

Dagurinn í dag

Ýmislegt var brallað á Hvanneyri í dag. Meðal annars sótti ég tíma í skipulagsfræði hjá Dr. Sigríði Kristjánsdóttur og vann að ýmsum verkefnum. Helga sá um samskiptin við Danmörku og pantaði far fyrir okkur út þann 28. maí, það er sem sagt lokaútkall frá Íslandi. Snæbjörn og Tómas koma svo út til okkar 6. júní.


Ásta Hlín í góðu stuði rétt fyrir háttinn

-
-


Svona gerist ef bleyja álpast með í þvottavélina, miljón litla sætar hvítar hlaupkúlur

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Arnar hefur sett í vélina

Helga sagði...

það var reyndar ég sem setti í vélina.... en vissi ekki af bleyjunni sem leyndist inni í peysuermi hjá unglingum á heimilinu :)