sunnudagur, apríl 25, 2004

Snæbjörn frændi heimsóttur

Ég kíkti í heimsókn í sumarbústaðinn hjá Snæbirni og Liv. Það er orðið ótrúlega fallegt hjá þeim í bústaðnum og svæðið utandyra er einnig að taka á sig mynd. Þórður frændi kom líka og saman gengum við frændurnir um jörðina og skoðuðum ýmsan trjágróður sem er að koma upp úr grasinu. Það er magnað að vera inn í bústaðnum þeirra, hafa kaffibolla í hönd, og horfa yfir stórfenglegt útsýnið yfir Eyjafjörð og Akureyri.

Engin ummæli: