föstudagur, júní 29, 2012

Með 115 ára millibili


Stóra Borg 1897


W. G. Collingwood, málari, rithöfundur og fornfræðingur 1897

Hér stóð Collingwood upp við gamlan túngarð sumarið 1897 og málaði Víðidalsfjall. Hann hefur líklega notað graskollinn á garðinum til að geyma málningardótaríið enda vafalaust fyrirtaks vinnuborð.  Sagt er að Kristófer Pétursson sem þarna bjó, þá 10 ára, hafi aldrei gleymt því hve hann dáðist af listrænum hæfileikum hins erlenda ferðamanns, er hann dró upp fjallið.

Stóra Borg 2012


Arnar Birgir Ólafsson, áhugasamur ljósmyndari 2012

Ég vandaði mig við að finna sama stað og listamaðurinn notaði sem útgangspunkt. Tómas sonur minn, 13 ára, var mér innan handar með tæki og tól, en óvíst er að hann hafi dáðst af listrænum hæfileikum mínum við að koma þrífótnum fyrir ofan á hinum gamla túngarði. Það er líkt og Víðidalsfjallið hafi  skroppið saman frá því í gamla daga og fátt er eftir af gömlum mannvirkjum sem sjást á eldri myndinni. Eitt hús stendur þó enn, nefnilega veiðihúsið, sem er fyrir miðri mynd, og er það gott. Annað er flest á sínum stað, klettar, holt og hólar.

Engin ummæli: