Jæja þá ætti nú að vera kominn tími á nýja bloggfærslu. Það er helst að frétta að við erum flutt frá Kaupmannahöfn og búum nú í Fjólugötu á Akureyri. Við keyptum hér íbúð sem er búin að vera í eigu fjölskyldunnar síðan 1944. Núna er Snæbjörn orðinn 15 ára, Tómas 13 ára, Lára 8 ára, Ásta 4 ára (bráðum 5) og Anna 2 ára. Helga fékk vinnu hér á Akureyri sem sálfræðingur hjá bænum og ég er í vinnu hjá skipulagsdeildinni. Ásta Hlín og Anna Bergdís eru mjög ánægðar í nýja leikskólanum sínum. Hann heitir Iðavöllur og er hérna rétt hjá okkur á Oddeyrinni. Ég lét hér fylgja með mynd sem var tekin af Ástu Hlín og vinum hennar á leikskólanum nú fyrir stuttu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli