-
Hér eru nokkur myndbönd af Ástu Hlín og Láru Huld, og nokkrir aðrir slæðast með. Þær eru nú nokkuð fjörugar stúlkurnar svona dags daglega og setningar eins og ,,gætuð þið ekki reynt að slappa aðeins af", og ,,stelpur ekki vera með svona mikil læti!" heyrast oft á heimilinu. Það verður þó ekki af þeim skafið að þær eru mjög ljúfar og skemmtilegar, og síðast en ekki síst rosalega góðar vinkonur, svona oftast alla vega.
-
-
5 ummæli:
Takk fyrir mig :) Þetta var æðislegt. Sakna ykkar brjálað mikið eftir að hafa horft á þetta.
Þetta er æðislegt video, æðislegt. svo krúttlegt, æðislegt.
Kveðjur frá snjónum á Egilsstöðum
Hlynur
Yndislegar stelpur sem þig eigið.. Flott myndband.
Sigrún Haf
Takk fyrir thad
Æi hvað það var nú gaman að horfa á þetta myndaband. Yndislegar systur! Ásta Hlín er búin að stækka og breytast svo mikið síðan við sáumst síðast. Það væri nú gaman að kíkja til ykkar einhvern daginn, í góða veðrið:)
Saknaðarkveðjur
Þóra, Örvar og Sigurrós
Skrifa ummæli