Ég er haldinn skriftarkvíða og læt því bara þetta viðtal duga sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Við eigum núna, 100 kr. danskar (sem eru svona u.þ.b. sjö milljónir íslenskar) og ætlum að hafa það mjög notalegt um helgina. Ég sendi mínar bestu kveðjur til Íslands og vona að þessar hremmingar fari nú að taka enda og að sumir verði látnir svara til saka fyrir fjármálafylleríið!
Námsmenn geta ekki greitt leiguna - mbl
„Ég þekki nokkur pör í kringum okkur sem eru í sömu stöðu, geta ekki greitt húsaleiguna og eiga í erfiðleikum með að kaupa í matinn,“ segir Arnar Birgir Ólafsson, íslenskur námsmaður í Kaupmannahöfn. Hann hefur, eins og fleiri, lent í vandræðum með að yfirfæra peninga frá Íslandi. Arnar og kona hans eru bæði í námi í Kaupmannahöfn og þau eru með tvö börn. Þau hafa ekki getað yfirfært peninga á danska reikninga, ekki borgað húsaleiguna í gegnum íslenskan heimabanka og lítið sem ekkert getað tekið út úr hraðbönkum.
_f.jpg)
Einu sinni þótti fínt að eiga svona seðil í veskinu sínu, það er nú liðin tíð, sérstaklega hér í Köben
-
Arnar segir ótrúlegar breytingar hafi orðið á aðstöðu námsmanna á því eina ári sem þau hafa verið í námi í Kaupmannahöfn. Leigan hafi til dæmis hækkað úr hundrað í rúm tvö hundruð þúsund, reiknað í íslenskum krónum. Til að vinna á móti miklum gengissveiflum hafi þau óskað eftir því við sparisjóðinn sem þau skipta við að fá fyrirframgreiddu námslánin í gjaldeyrisláni. Vegna erfiðleika með gjaldeyri hafi staðið á afgreiðslu þess. Þetta gerðist núna um mánaðamótin og þau hafa enn ekki getað greitt leiguna. „Leigusalinn er fljótur að losa sig við fólk sem ekki borgar leiguna,“ segir Arnar.
-
4 ummæli:
Keep you chin up brother. ástandið getur ekki versnað mikið meira en þetta. Meðan við eigum fyrir mjólk og brauð þá komumst við í gegnum þetta saman. Verst bara með leiguna ykkar, crap ástand að geta ekki sent til ykkar pening...bind vonir um að þetta þiðni eftir helgi.
Baráttukveðjur út til ykkar allra!
Berglind syss
Ekki er þetta mynd af þér a 50kr seðlinum? þetta er þá allavega tvifari þinn.
Mikid hrikalega er thetta rosaleg lesning. Eg (Villi) og Borghildur frænka thin erum buin ad senda tvær knippur af hardfiski til thin med fraktskipi, vonum ad thad berist fyrir Jol.
Já Arnar það er ekki tekið út með sældinni að vera Íslendingur í útlöndum!!! En við Helgi erum svo heppnir að Norðmenn vilja gera allt fyrir okkur, þeir eru bara flottir.
Bestu kveðjur til ykkar í Köben
Kv.Vignir
Skrifa ummæli