-
Héðan er allt gott að frétta og við höfum það ósköp gott í Kaupmannahöfn. Hér lekur smjör af hverju strái og yfir fáu að kvarta. Það er nú orðið ósköp hversdagslegt að búa hérna úti. Við fylgjumst með ættingjum okkar og vinum, (og rúv) í gegnum netið. Svo eigum við fjölmarga vini hér í hverfinu okkar sem við reynum að hitta, og alltaf er hægt að hjóla út um hvippinn og hvappinn ef mann langar að sjá eitthvað af hámenningunni í kringum miðbæinn. Annars finnst mér nú bara ósköp notalegt að slappa af heima hjá mér, drekka sjóðandi kaffi í sófanum, kíkja í góða bók og hjóla um á Íslandsbryggjunni og ég veit ekki hvað og hvað.
--
-
Ég spjallaði lengi við strákana áðan. Snæbjörn er ánægður með nýja skólann sinn í Edinborg, en nú er hann kominn í high school fyrir 12 til 18 ára og er því yngstur. Tómas er líka ánægður með sinn skóla á Hvammstanga. Hann sýndi okkur litlu systur sína sem fæddist þann 12. sl. og svo sýndi hann okkur starwarsbúninga á netinu sem hann langar mikið í. Strákarnir koma til okkar eftir tæpan mánuð. Bestu kveðjur á klakann.
-
3 ummæli:
Fallegar myndir til hamingju tomas med litlu systur kv arnar og co
Gaman að heyra að allt gangi vel hjá ykkur þarna úti. Væri alveg til að komast aðeins úr rigningunni sem er að drekkja öllum hérna. Hér er allt rólegt, skólinn minn byrjaður á fullu, rauði krossinn einnig og sama gamla vinnan er söm við sig! :) Mér leiðist sem sagt ekki hænuhót! :)
Já og mamma og pabbi koma heim á morgun, örugglega rauð og þrútin eftir allt skrallið! :) hihi....
Bið ofsa vel að heilsa
knúsar
Berglind systir
Vá kreppan var ekki einu sinni komin þegar þú bloggaðir síðast...
Skrifa ummæli