fimmtudagur, júní 05, 2008

Lífið á Hvammstanga

-
Nú er ég búinn að dvelja á Hvammstanga í nokkra góða daga. Lífið hér er mjög ljúft og ekki get ég kvartað yfir móttökunum. Hér eru nokkrar myndir sem ég var að tæma af myndavélinni.


Sláttuhópurinn að gera allt fínt í Bangsatúni
Starfsmenn áhaldahúss að undirbúa kantsteinasteypingu
Hugguleg stemming við Syðri Hvammsá
Horft norður yfir Mjólkurstöðvartúnið og Hvammstangabrautina Hvammstangi séð frá Höfða klukkan sex í kvöld
-
Þess má geta að það er jafn bjart úti núna, fjórum og hálfum tíma síðar, og það verður áfram svona bjart í alla nótt:)
-

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ja gaman ad dessu. her i dk köben er dimmt a nottinni dvi da er madur sofandin og dad er mjog gott. Annars eru detta fallegar myndir hja der.

kv ahj

Helga sagði...

Gaman að fá myndir og fréttir frá Hvammstanga... alltaf jafn fallegt þar. Vonandi verður afmælisdagurinn góður jafnt hjá þér og Húnaþingi vestra á morgun :)

Nafnlaus sagði...

hellu...til hamingju med afmaelid:) mundu bara ad lifa i lukku en ekki krukku.....:)
kvedja fra Spani....
Eydis og Johanna

Berglind Rós sagði...

Til hamingju með afmælið kæri bróðir! :=)
knús knús
Berglind

Arnar Olafsson sagði...

Takk kærlega fyrir góðar kveðjur:)

Nafnlaus sagði...

Til lukku með daginn!
Bestu kveðjur,
Pétur, Ólöf og litlan