fimmtudagur, maí 29, 2008

Á leiðinni til Íslands

-
Jæja þá er maður á leiðinni til Íslands. Næstu sjö vikurnar mun ég vinna að umhverfismálum í Húnaþingi vestra með núverandi umhverfis- og garðyrkjustjóra. Ég flýg á laugardagskvöldið og býst við að mæta í vinnuna á Hvammstanga á mánudag.

Við Ásta Hlín á rölti í hverfinu okkar
--
Helga og Ásta Hlín koma síðan til Íslands væntanlega seinnipartinn í júní og Snæbjörn Helgi og Lára Huld um mánaðarmótin júní-júlí. Við reiknum síðan með að fljúga saman, við Helga, Ásta Hlín, Tómas Bergsteinn og Snæbjörn Helgi, til Kaupmannahafnar aftur um 19. júlí.
-

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlökkum til að sjá þig Addi og til hamingju með einkunnina fyrir ritgerðina!

Kærar kveðjur úr sveitinni
Þóra, Örvar og Sigurrós

Arnar, Audur, Katrín, Gauti, Ívar, Ída og Steini. sagði...

Goda ferd til islands og vonandi ad der gangi vel i hunathingi.
Sjaumst svo hressir eftir nokkrar vikur.

kv arnar

Helga sagði...

Jæja, hvernig væri að fá smá fréttir í myndum og máli frá landi ísa?? Það væri alla vega gaman fyrir okkur hérna í Köben...