-
Hér eru þrír strákar sem urðu á vegi mínum í dag. Þá kannast ég vel við og hef þekkt frá því þeir voru pínulitlir. Reyndar var ég fyrsti maðurinn sem sá ljóshærða drenginn lengst til vinstri. Þetta eru frændurnir Tómas, Baldvin og Óðinn sem allir búa núna á Hvammstanga.
-
Það er gaman að keyra um Hvammstanga og rekast á þessa stráka hér og þar. Þeir verja tíma sínum í ýmsa hluti s.s. að dorga við bryggjuna, kaupa kók í Kaupfélaginu, fara í sund og hjóla um bæinn. Þeir verða allir tíu ára innan skamms.
-
2 ummæli:
Sætir pjakkar! Gaman að heyra að allt er í góðu geimi á Hvammstanga. Vonandi sjáum við þig, Helgu og börnin eitthvað í sumar.
Kyssikyss,
Hilla og Co.
Baldvin er frændi minn :)
Skrifa ummæli