miðvikudagur, apríl 09, 2008

Fréttaskeyti

-
Af okkur er þetta helst að frétta; Helga er búin að vera með einhverja pest undanfarna daga ásamt Láru Huld og hafa þær dvalið langtímum innandyra, en eru nú óðum að hressast. Sjálfur sit ég við skriftir á Bs ritgerðinni. Tómas er kominn til Íslands og Snæbjörn til Skotlands og báðir eru þeir byrjaðir í skólunum sínum að stúdera eftir gott frí. Af Ástu Hlín er það helst að frétta að hún er sífellt klárari í allskyns lífsins þrautum, s.s. að klæða sig í stígvél án þess að öskra og í því að klifra upp í kojuna hennar Láru Huldar, án þess að nota stigann.
-
Snæbjörn og Ásta Hlín í sandkassanum í garðinum okkar
-
Páskarnir voru annars mjög góðir. Það var frábært að hafa öll börnin hjá okkur og pabba gamla. Nú tölum við Snæbjörn og Tómas bara saman með hjálp netsins og vefmyndavéla, þar til þeir koma hingað aftur, sem verður vonandi mjög fljótlega. Bestu kveðjur til allra.

3 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Gott að heyra að mæðgurnar eru að jafna sig, leiðinlegt að vera veikur þegar vorið er að koma...er það ekki annars að koma hjá ykkur?
Veðrið er hinsvegar búið að vera stríða okkur hérna í RVK. Var glampandi sólskin alla helgina og öll blómin bara Ahhhh...en þá kom mánudagurinn bara með brjálaðri snjókomu og drekkti öllu aftur í snjó....ég býst því ekki við neinum blómum þetta sumarið, held að þau hafi öll gefist upp og séu flutt til Spánar! ;)

Nafnlaus sagði...

Vonandi hressast stelpurnar fljótt og gangi þér vel með ritgerðina Addi.

Knús og kveðjur frá Utrecht
Þóra, Örvar og Sigurrós

Nafnlaus sagði...

Vonadi eru þær að fara að hressast. Þetta er búið að vera landlægur andskoti hér með snjónum.Annars er veðrið að skána. Ég er núna að sópa göturnar, og moka snjó af gangstéttum því það er að koma sumardagurinn fyrsti og þá á allt að vera fínt. Vorum um helgina fyrir norðan allir eins nema pabbi ansi slappur.Berglind og Fanný komu í heimsókn og gistu ásamt Jóhönnu og Andreu, það er ótrúlegt hvað íbúðin leynir á sér.Maður er farin að telja niður þangað til við förum út. Við fljúgum til reykjarvíkur á föstudag, og út daginn eftir.Hafið það allaf sem allra best kveðja. Amma reyðó.