-
Kastalinn okkar stendur við víðáttumiklar skóglendur Amagereyju. Þar sem nú vorar hér hratt fannst mér tilvalið að fara í göngutúr um lendurnar og leita uppi blóm og annan nýgræðing og taka af þeim myndir. Svo skemmtilega vildi til að í skóginum hitti ég fyrir annan Íslending og Húnvetning þar að auki. Það reyndist vera Þorvaldur Björnsson ættaður frá landnámsbænum Auðunarstöðum í Víðidal.
-
-
Eftir stutt spjall kom í ljós að Þorvaldur var í fuglaskoðunarleiðangri, að leita uppi sjaldgæfa flækinga og aðra staðarfugla. Hann var vopnaður stórfenglegri ljósmyndavél, öflugum gönguskóm og með fullan bakpoka af fræðbókum og glósum. Í skóginum benti hann mér á fiskihegra, stórfenglegan stóran fugl sem sat tignalegur á grein fyrir ofan lygna tjörn. Auk þess sáum við skjó, stokkendur og svan.
-
3 ummæli:
Kvitta fyrir komuna, gaman að lesa um ykkur, vona að námið gangi vel.
Kveðja María Guðbjörg
Rosalega hlítur hann Þorvaldur sem þú hittir í skóginum að vera gáfaður, með fullan poka af fræðibókum og glósum, sá sem ég hitti sama dag í skóginum var með tvær brauðbollur og nokkrar ávaxtamauksstangir sem hann síðan dreifði milli smádverga sem voru á vappi í kringum hann...
Bið að heilsa blómunum í haganum og fuglaskoðaranum! :) hér í borginni er nóg af ryki og grámyglu til að mynda af þið hafið áhuga! :)
Skrifa ummæli