sunnudagur, mars 02, 2008

Í Kóngsagarði

-
Við Helga og Ásta Hlín fórum í Konungsgarðinn, öðru nafni Rósenborgargarðinn, fyrr í dag. Í för með okkur voru bekkjarsystir mín frá Hvanneyri, hún Ragna og Pálmi maðurinn hennar. Þau eru búin að vera skoða borgina undanfarna daga því hún ætlar að byrja í námi hér næsta haust. Það var frekar hvasst í garðinum og kalt, og ekki bætti það úr skák að hinir konunglegu garðyrkjumenn eru búnir að klippa allar neðstu greinarnar af trjánum þannig að vindurinn blés miskunarlaust á okkur, milli breiðra trjástofnanna. En það var mikið mannlíf í garðinum og mjög gaman að sækja hann heim.
-
Ragna og Pálmi við rústir aldins höfðingja sem nýlega var veginn af keðjusagarmanni
-
Svona fyrir fróðleiksþyrsta lesendur má þess geta að þessi garður er afar vinsæll og hefur verið opinn almenningi í um 300 ár. Á sumrin flatmagar fólk hér á teppum í sólbaði og með fullar körfur af nesti. Í fyrstu var garðurinn í endurreisnarstíl en hann var gerður um leið og Rósenborgarhöllinn. Kristján fjórði sá um að stýra þeim framkvæmdum. Seinna þóttu endurreisnargarðar vera gamaldags og púkalegir og þá var honum umbreytt í rómantískan garð. Þetta er elsti konuglegi garðurinn í Köben og var í upphafi jurtagarður en stígakerfið hefur haldið sér að mestu leyti síðan þá.
--

Engin ummæli: