-
Þessi mynd sýnir sveitabæ einn á Norðurlandi eystra er tengdist móðufjölskyldu minni sterkum böndum í gamla daga. Mig langar hér að athuga hversu vel upplýstir lesendur eru um ættarsöguna, og legg hér fram þrjár spurningar:
-
Hvað heitir bærinn? Hvernær flutti fjölskyldan þangað? Og að lokum Hverjir eru drengirnir tveir á myndinni? Nú svo ef þið lumið á einhverjum frekari fróðleik um bæinn, sögum eða þessháttar, jafnvel nöfnunum á hestunum, þá endilega setjið inn athugasemd.
-
7 ummæli:
Er þetta ekki Svartárkot í Bárðardal? Um hin atriðin er ég ekki viss.
Sæþór Haraldsson, Akranesi
Já, stórt er spurt. Þetta er annað hvort Svartárkot, eða gamli bærinn við Grænavatn, spurning? Ætli þetta séu ekki bara Nonni og Manni þarna á gangi hjá hestunum? Árið gæti verið nálægt 1940, sem þessi mynd á að sýna, hvenær fjölskyldan flutti þangað? Það er nú það.
Halli Óla
Þið eruð heitir, en ekki glóandi. Þetta er ekki Grænavatn og alls ekki Nonni og Manni, en Svartárkot gæti þó verið rétt. Ein vísbending, yngri drengurinn á myndinni er fæddur 1924.
Bærinn er Svartárkot í Bárðadal drengirnir eru Þórður og Erlendur Snæbjörnssynir, hestarnir heita Svipur og Glói.
Og svona til viðbótar fór þetta málverk upp á dvalarheimilið Hlíð í dag ásamt yngri drengnum á myndinni.
Hrafnhildur (Búbbúlína) systir kemur hér sterk inn með ýmsa fróðleiksmola og upplýsingar sem komu mér nokkuð á óvart. En það er rétt hjá henni að þetta eru þeir Þórður afi okkar og stóri bróðir hans Erlendur. Sem sagt Doddi og Lindi en ekki Nonni og Manni. Bærinn er Svartárkot, það er rétt, en varðandi spurninguna hvenær fjölskyldan settist þarna að, þá má geta þess að henni er enn ósvarað. Hestarnir eru Svipur og Glói, en það er til fræg mynd af Snæbirni langafa á Svip, held a.m.k. að það hafi verið þessi Svipur. Þess má geta að afi lét mála þessa mynd með æskuminningar sínar í huga, þannig að hún er mjög táknræn og lýsir vel stemmingunni í Svartárkoti um og í kringum 1930, ja ef afi man þetta nokkuð rétt, sem ég efast ekki um.
ÞAÐ ER EINS OG ÉG HEF ALLTAF SAGT ÞAÐ VANTAR EKKI VITIÐ Í BÚBBU,GRUNA ÉG HANA UM AÐ HAFA YFIRHEYRT GAMLINJGAN NEMA HÚN SÉ SVONA FJANDI MINNUG.FRÉTTIR HÉÐAN GÓÐAR. VEÐRIÐ LEIÐINLEGT EN FER SKÁNANDI.STITTIST Í SPÁN, FÖRUM SUÐUR Á ÞRIÐJUDAG OG KOMUM HEIM 12MARS.FÍNT AÐ FÁ SMÁ FRÍ FRÁ GRISJUN OG KLIPPINGU SEM HEFUR VERIÐ FREKAR ERFIÐ VEGNA SNJÓLAGA.UM LEIÐ OG KEMUR ÞÍÐA ÞÁ SNJÓAR DAGINN EFTIR. VONA ÉG AÐ VEÐRIÐ VERÐI BETRA Á SPÁNI.. KISSIÐ BÖRNIN OG HVORT ANNAÐ FRÁ OKKUR GAMLA SETTINU Á REYÐÓ.
Skrifa ummæli