miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Fréttir frá Kaupmannahöfn

-
Héðan er ekki mikið að frétta, en allt gott. Í fréttaskeytum sem berast héðan frá Kaupmannahöfn er talað um brennandi bíla, sprengingar og kolbrjálaða múslimska unglinga. Sjálfur hef ég ekkert orðið var við þetta sprell, nema þá í gegnum ruv.is og mbl.is. Reyndar er það nú kannski ekki alveg rétt, ég frétti nú af Húnvetningi einum sem lenti í áflogum við lögregluna hér í borg, hann gaf þeim víst fokk merki, og þeim þótti það verra og lumbruðu á honum. Veit ekki hverju hann var að mótmæla, e.t.v. grínteikningunum af Múhameð spámanni, þeim ágæta manni.
-
Engir brennandi bílar í hverfinu mínu, bara metró lestin á leið fram og til baka milli framúrstefnulegra nútímablokka
-
Þannig að lífið gengur sinn vana gang hér. Við Helga lærum og lærum, Ásta Hlín er búin að vera svolítið veik og hefur ekki farið í leikskólann síðustu dagana, Lára Huld er sprellihress, Tómas Bergsteinn kemur til okkar 18. mars, Snæbjörn kemur 20. mars, sama dag og afi hans kemur hingað til okkar líka, þannig að það verður stuð hjá okkur um páskana.
-

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða geðtruflun er þetta að vera að þvælast þetta með konu og börn í þetta brennandi víti helvítis í stað þess að vera áfram á Laugarbakka og baka vöflur ?

Nafnlaus sagði...

http://www.brugtecomputere.dk/group.asp?group=1&sub=1